Leita í fréttum mbl.is

Símafyrirtækin eru í fákeppni

Varaþingmaðurinn Sandra Franks á skilið hrós fyrir að hafa tekið upp á Alþingi ýmis óútskýrð atriði sem SANDRA FRANKSsnerta meinta samkeppni á íslenska farsímamarkaðnum.

Sandra var í viðtali hjá Jóhanni Haukssyni á Útvarpi Sögu í gærmorgun og á heimasíðu hennar má lesa grein hennar um málið. Jóhann lofaði í þættinum að ganga á eftir svörum frá Símanum og Vodafone. Það verður spennandi að heyra hvort þau svör fáist í þættinum í dag. Og enn meira spennandi verður að heyra hvort það verði ærleg svör eða gamalkunnur spuni um að hér sé símakostnaður lægri en víða annars staðar.

Við birtum hér brot úr grein Söndru:

Farsímanotandi sem er í áskrift hjá Betri leið? hjá Símanum greiðir 11 krónur fyrir hverja mínútu þegar hann hringir innan GSM-kerfis Símans. Mínútugjaldið hækkar hins vegar upp í 22 krónur, eða um 100%, ef hann hringir yfir í önnur kerfi. Sama er uppi á teningnum hjá Vodafone. Farsímanotandi í áskriftarleið GSM vinir hjá Vodafone greiðir 10,90 króna mínútugjald þegar hringt er innan GSM-kerfis, en þegar símtalið fer yfir í önnur farsímakerfi hækkar mínútugjaldið í 21,90 krónur á mínútu. Þarna er um sömu hækkun að ræða og hjá Símanum. Hjá báðum fyrirtækjunum hækkar gjaldið þá um 100%.

Hér virðast því stóru símafyrirtækin stunda verðsamráð í skjóli fákeppni. Er það löglegt?
 Í kjölfar þess að númeraflutningur milli símkerfa var gefinn frjáls vita notendur ekki lengur hvort hringing fer á milli kerfa þegar númer er valið. Notandinn getur því hæglega verið fluttur á milli símkerfa án þess að hafa nokkra hugmynd um það. Hann hefur því enga vitneskju um þegar símtalið verður allt í einu 100% dýrara. Bæði símafyrirtækin bregðast þeirri siðferðilegu skyldu að láta kaupanda þjónustunnar vita þegar gjaldið tvöfaldast við að hringing er flutt milli kerfa. 


Þessi mikla aukning á mínútugjaldi er óskiljanleg. Það eru engin tæknileg rök fyrir því að mínútugjaldið hækki svo gríðarlega við það eitt að hringing flyst milli kerfa. Ég flokka hana því undir okur í skjóli fákeppni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband