Leita í fréttum mbl.is

Umbætur á fjármögnun stjórnmálastarfs betri en á horfðist

Kratabloggið hefur nú farið betur yfir frumvarp það sem kom frá nefnd um lagalega umgjörð lydraedishallistjórnmálaflokka og hefur hýrnað all nokkuð yfir ritstjórninni frá fyrstu viðbrögðum við kynningu málsins.

Frumvarpið tekur vissulega á því hvernig hægt sé að fjármagna framboð í samkeppni við núverandi stjórnmálaflokka og því ekki alveg rétt sem kom fram hér í gær að þessi hlið mála hefði verið vanrækt. Flokkar/framboðslistar sem fá að minnsta kosti 2,5% í kosningum til Alþingis/sveitarstjórna eiga rétt á styrkjum eftir sömu hlutfallstöflu og aðrir. En það er nota bene greitt EFTIR kosningar.

Það hallar hins vegar enn á fólk eftir því hvort það tilheyri einhverjum af gömlu stjórnmálaflokkunum eða ekki, varðandi opinbera styrki til stjórnmálastarfsemi og er það til lengri tíma litið óásættanlegt fyrirkomulag. Jafn réttur og aðstaða til að taka þátt í stjórnmálum er ein af grunnstoðum sósíaldemókratismans og að okkar mati lýðræðisins.

Fyrirkomulag þessarar mála hér á landi hefur nú þegar skekkt stjórnmálalitrófið með áþreifanlegum hætti.

Þannig hefur Kratabloggið heimildir fyrir því að Frjálshyggjufélagið hafi ætlað að standa við fyrirheit sitt um að bjóða fram til Alþingis en að athugun sem félagið lét gera hafi leitt í ljós að kostnaðurinn yrði margir tugir milljóna og þannig hafi framboðið strandað.

Frumvarpið þýðir því miður að staðan er enn 1-0 fyrir ríkisvæddar skoðanir gegn lýðræðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rangt. Flestir þeir sem starfa í Frjálshyggjufélaginu hafa einfaldlega engan áhuga á að stofna stjórnmálaflokk.

Sævar Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband