Leita í fréttum mbl.is

Ýmsar góðar áherslubreytingar í fjárlögunum

Breytingatillögur meirihluta fjárlaganefndar á fjárlögunum eru komnar fram og var þeim dreift á Alþingi í alþingi bleiktdag.

Kratabloggið hefur rennt yfir tillögurnar og í fljótu bragði virðist sem þær áherslur sem meirihluti fjárlaganefndar er með séu margar nokkuð jákvæðar. 

Athygli vekur umtalsverð aukning í framlögum til íþrótta- og æskulýðsmála sem og til íslenskukennslu fyrir útlendinga. Skorið er niður á öðrum stöðum.
Þetta eru vel þegnar breytingar á forgangsröðun fjárveitingarvaldsins og ástæða til að hrósa Birki Jóni, Einari Oddi og félögum fyrir þessar tillögur. Vonandi er hér ekki aðeins um að ræða tímabundin áhrif kosningavetrar.

Ekki er venjan að fjárlagafrumvarpið breytist mikið á milli annarrar og þriðju umræðu á alþingi og er yfirleitt samið um það milli flokkanna að hafa umræður í lágmarki.

fjarlog 2007Hér er því um að ræða líklega niðurstöðu á fjárlögunum fyrir árið 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband