Leita í fréttum mbl.is

Árni "Skattman" gerist æ stórtækari þegar hann seilist í veski landsmanna

Fólk hefur lengi deilt um skattamál hér á landi og þá sérstaklega hvort skattar hafi þyngst eða ekki í tíð skattman og Robinnúverandi stjórnvalda.

Ríkisstjórnarflokkarnir halda því statt og stöðugt fram að skattaálögur hafi lækkað á meðan stjórnarandstöðuflokkarnir halda hinu gagnstæða fram (reyndar einnig Ríkisskattstjóri, verkalýðshreyfingin, Landsamband eldri borgara og Stefán Ólafssson prófessor).

En til að leysa þennan ágreining er auðveldast á benda á orð fjármálaráðuráðherrans sjálfs. Í skriflegu svari ráðherrans frá því í fyrra á þingi, sem Kratabloggið gróf upp, kemur beinlínis í ljós að skattbyrði hafi aukist hjá öllum tekjuhópum nema hjá þeim 10% tekjuhæstu. En hjá þeim hefur skattbyrðin minnkað umtalsvert undanfarin ár.

Hægt er að sjá svar Árna “Skattman” Mathiesen á http://www.althingi.is/altext/132/s/pdf/0561.pdf og er það taflan efst á blaðsíðu 2 sem er áhugaverðust í þessu sambandi.

Annars má líka sjá töfluna hér fyrir neðan sem sýnir þessa þróun á einfaldan hátt.

------------------------------------
Eftirfarandi tafla sýnir skattbyrði hjóna/sambúðarfólk sem hlutfall af heildartekjum og eftir tekjutíundum, nema fyrir efsta flokkinn sem skipt er í tvennt.

           2004     2003     2002   
1         
8,4        6,8        5,5
2          13,5      11,8      11,1
3          16,4      15,4      15,0
4          19,3      18,3      18,0     
5          21,4      20,6      20,1
6          23,0      22,3      22,3
7          24,7      24,0      23,9
8          25,8      25,3      25,4
9          27,4      26,9      27,0
10        22,8      23,0      24,5

10:1     
28,0      28,3      28,9
10:2     20,4      20,7      22,3
------------------------------------
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er orðið svo þreytt. Eins og þið ættuð að vita þá hækkar hlutfall þess sem greitt er í skatt við launahækkanir. Þetta útskýrist af persónuafslætti. Vegna þessarra jaðaráhrifa þá er beinlínis æskilegt að hærra hlutfall sé að fara í skatta, það þýðir að laun fólks eru að hækka. Persónuafslátturinn hefur svo á undaförnum árum hækkað tilfallandi, en þó þannig að tryggt var að kaupmáttur hélt sér uppi. Nú liggur svo fyrir stjórnarfrumvarp um að beintengja hann bara við vísitölu neysluverðs, sem ætti að verða umtalsverð kjarabót í ljósi þess hvernig sú vísitala er tekin saman á Íslandi.  

ag (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband