Leita í fréttum mbl.is

Alvarlegur lýðræðishalli

Þrátt fyrir að hið langþráða markmið og baráttumál, um að flokkarnir kæmu sér saman um lög um fjármállydraedishalli stjórnmálaflokkana, hafi nú loksins náðst þá verður ekki vart mikillar spennu eða fagnaðarláta.

Kannski er það vegna þess að tilfinningin í brjósti margra er sú að niðurstaðan hafi verið hálfgert skítamix sem litlu muni breyta - þó hún sé e.t.v. skref í rétta átt.

Önnur ástæða er sú að í niðurstöðum nefndarinnar er ekkert tekið á því hvernig flokkar sem ekki hafa boðið fram til Alþingis áður eða hafa ekki náð að fá þingmann kjörin eiga að fjármagna starfsemi sína. Starfsemi sem er jafn mikilvæg lýðræðinu og starfsemi gömlu flokkanna.

Raunar var kynning á niðustöðum áðurnefndrar nefndar notað sem tilefni til hækkunar á framlagi ríkissjóðs til stjórnmálaflokkana sem eiga nú fulltrúa á Alþingi úr 300 milljónum í 430 milljónir á ársgrundvelli.

blaðamannafundurKratabloggið tekur undir með Frjálshyggjufélaginu sem ályktaði í vikunni um að fyrirkomulag þessara mála væri ógnun við lýðræðið í landinu.

Hins vegar er það í anda sósíaldemókratisma að styðja við stjórnmálasamtök eins og önnur frjáls félagasamtök. Kratabloggið getur því ekki tekið undir að rétt sé að einstaklingar og fyrirtæki fjármagni þessa starfsemi. Það eina sanngjarna og skynsamlega í þessum efnum er að styrkja líka ný stjórnmálaöfl og gera það samkvæmt einhverjum mælikvarða sem jafnar aðstöðu þeirra gagnvart núverandi valdhöfum.

Það er enn megn skítalykt af þessu málum og ástæðan er sú að það hallar verulega á hluta íslenskra borgara sem vilja hafa áhrif á stjórn landsins, með því að þeim er mismunað sem vilja bjóða fram en tilheyra ekki þeim fimm flokkum sem nú eiga fulltrúa á Alþingi.


mbl.is Takmörk sett á kostnað frambjóðenda í prófkjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband