Leita í fréttum mbl.is

Bless Bless; Blair, Persson og Schröder! Halló Zapatero!

Það verður seint af forsætisráðherra Spánar, sósíaldemókratanum José Luis Zapatero, tekið að hann skuli hafa megnað að jose_luis_rodriguez_zapaterokoma því í gegn þrátt fyrir andstöðu kaþólikka að heimila giftingar samkynhneigðra á Spáni. Þeir öðluðust samtímis fullan rétt til ættleiða börn.

Þetta gerði hann á fyrsta árinu sem hann var í embætti. Lögin tóku gildi þann 3. Júlí, 2005.
Það er upplífgandi að sjá þegar að leiðtogar jafnaðarmanna komast til valda að þeir skuli standa með hugsjónum sínum og gera breytingar í samræmi við kosningaloforðin.

Zapatero er ef til vill ekki mörgum kunnur á Íslandi en hann er engu að síður orðinn lykilmaður í alþjóðahreyfingu sósíaldemókrata og mikilvægur talsmaður sósíaldemókratískra gilda innan Evrópusambandsins.

Hann er verðugur arftaki Tonys Blair, Gerhards Schröder og Görans Persson í fylkingarbrjósti evrópskra jafnaðarmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband