Leita í fréttum mbl.is

Dýr nekt í BNA

janet og justinBandaríska Fjarskiptaeftirlitið hefur sektað CBS sjónvarpsstöðina um 39 milljónir og 468 þúsund íslenskar vegna atviks sem varð í beinni útsendingu frá skemmtiatriðum í hálfleik á úrslitaleiknum í bandarískum ruðningi.

Justin Timberlake og Janet Jackson sungu þar saman og í lok lagsins reif Timberlake af lepp sem skýldi hægra brjósti Jackson. CBS hyggst áfrýja sektinni.

Bandaríkjamenn eru að mörgu leyti undarleg þjóð. Kvikmynda- og sjónvarpsmenning þeirra er gegnsýrð af nekt og ekki síður af jákvæðum vísunum í neyslu kannabisefna.

En á sama tíma er afar harkalegum aðferðum er beitt í svokölluðu stríði þeirra gegn eiturlyfjum og nú verðleggja þeir sýningu á hluta af nöktu brjósti Janetar Jackson á tæpar 40 milljónir íslenskra króna.

Eitt er ljóst af þessu - að hún er mjög mismunandi dýr nektin í Bandríkjunum.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband