Leita í fréttum mbl.is

Ástir samlyndra hjóna?

Í landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins segir meðal annars: „ Landsfundur leggur til að skoðaðir verði kostir þess að færa eignarhald ríkisins á orkufyrirtækjum yfir til einkaaðila, sérstaklega með tilliti til samkeppnis- og jafnræðissjónarmiða.“

Nú er það svo að við vitum öll að landsfundarályktanir eru yfirlýsingar um vilja einstakra flokka. Að loknum kosningum taka við stjórnarmyndunarumræður. Ef Sjálfstæðisflokkurinn verður þá í þeirri stöðu að koma að myndun ríkisstjórnar mun hann þurfa að fá fylgi við þessa hugmynd frá öðrum flokkum. Framsóknarflokkurinn hefur hingað til staðið gegn tilraunum Sjálfstæðisflokksins í þessa veru. Samfylkingin ætlar ekki með þessum hætti að koma orkuauðlindum þjóðarinnar í einkaeigu. Hver er þá tilbúinn?

Í útvarpi í síðustu viku var Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri Grænna, spurð hvort það væri úrslitaatriði við ríkisstjórnarmyndun að koma í veg fyrir einkavæðingu orkufyrirtækjanna. Katrín sagði að það væri mikilvægt stefnuatriði „en það alltaf erfitt að tala um úrslitaatriði þegar kemur að stjórnarmyndunum og slíku“. Í viðræðum VG og Sjálfstæðisflokksins þyrfti um margt að semja „og við þurfum að sjá til en það er mjög skýrt að við teljum nóg komið af einkavæðingu“.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þetta orðalag sem þú setur hér inn um að færa eignarhald ríkisins yfir til einkaaðila er einfaldlega rangt.

Á tveimur stöðum í tilvitnaðri ályktun var hnykkt á þeirri skoðun stórs meirihluta Landsfundafulltrúa, að standa beri vörð um yfirráðare´tt þjóðarinnar og fullveldisrétt hennar á öllum náttúruauðlindum væri aðalmarkmið Sjálfstæðisflokksins.

Þið getið auðvitað reynt,að snúa útúr þessum línum eins og þið viljið en ástæður eþss eru auðskildar, þið eruð í skelfilegri varnarbaráttu sem stærsti ,,vinstri"flokkurinn á Alþingi og munuð missa þann sess, ef marka má flestar skoðanakannanir þar um.

Rétt er, að harðsnúinn hópur ofurfrjálshyggjumanna er innan flokksins líkt og það eru fullt af Stalínistum hjá ykkur. 

Spurningin er hvort menn ætla að efna til ófriðar vegna almennt orðaðar setningar eða flýta fundi og standast nokkurnvegin tímamörk.

Kveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 16.4.2007 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband