Leita í fréttum mbl.is

Rangfærslur um atvinnuleysi í ESB ríkjum

Fátt er leiðinlegra en síendurteknar rangfærslur ýmissa aðila varðandi Evrópusambandið.  Ansi margir Íslendingar virðast hafa lært einhverja sleggjudóma um ESB, sem að fólk endurtekur í sífellu án þess að hafa nokkurt fyrir sér í því efni.

Eitt af því, sem heyrðist í framboðsþættinum á RÚV á þriðjudaginn var að Íslendingar ættu ekkert erindi inní ESB, þar sem að ástandið þar væri svo slæmt og sérstaklega það að atvinnuleysið í ESB löndunum væri alls staðar 10-15%. Þessar tölur hef ég heyrt ítrekað frá andstæðingum ESB

Látum það vera hversu fáránlegt það er að gefa í skyn að atvinnuleysi á Íslandi myndi verða fyrir áhrifum af atvinnuleysi í öðrum ESB löndum umfram þau áhrif, sem að frjálsar ferðir vinnuafls með EES, hefur (til að mynda, þá er atvinnuleysi í ríkjum Bandaríkjanna frá 2,0% uppí 7,5%)

En málið er hins vegar að ATVINNULEYSI Í ESB LÖNDUNUM ER EKKI 10-15%! Plís, þjóðrembur og andstæðingar ESB - hættiði að endurtaka þessa vitleysu!

Samkvæmt tölum frá Eurostat þá eru þetta atvinnuleysistölur fyrir ESB löndin (sjá heimild hér - PDF skjal)

Danmörk: 3,4%
Holland: 3,5%
Írland: 4,4%
Kýpur 4,5%
Austurríki: 4,5%
Slóvenía: 4,7%
Eistland: 4,9%
Lúxembúrg 5,0%
Bretland: 5,4%
Litháen: 5,7%
Lettland: 5,8%
Tékkland: 6,4%
Ítalía: 6,5%
Malta: 6,7%
Svíþjóð: 6,7%
Finnland: 7,0%
Danmörk: 7,1%
Rúmenía: 7,3%
(Meðaltal allra þjóðanna): 7,4%
Portúgal: 7,5%
Belgía: 7,7%
Ungverjaland: 7,0%
Búlgaría: 8,2%
Grikkland: 8,6%
Spánn: 8,6%
Frakkland: 8,8%
Slóvakía: 11,0%
Pólland: 11,8%

Talnaglöggir einstaklingar geta séð atvinnuleysið er ekki 10-15% í ESB löndunum. Mesta atvinnuleysið er hjá tveimur þjóðum, sem eru tiltölulega nýgengnar í ESB eftir hræðilega efnhagsstjórn sósíalista í áratugi. Það eru Pólland og Slóvakía, sem eru með 11-12% atvinnuleysi. Þannig að af 27 ESB þjóðum eru 25 þjóðir með atvinnuleysi undir 9%. 8 þjóðir eru með 5% atvinnuleysi eða minna.

En andstæðingar vilja auðvitað alltaf reyna að benda á það versta í ESB. Þegar að kemur að ESB aðild þá fara menn allt í einu að bera okkur saman við Pólland og Portúgal í stað þess að bera okkur saman við þau lönd, sem við viljum vanalega bera okkur saman við. Sem eru einmitt líka flest innan ESB.

(EÖE) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvor talan gildir um Danmörk?
Opinber talan í Svíþjóð er ekki marktæk eins og þú líklega veist, enda borgar sænska ríkið sig frá því að þessi tala verði of há.

Hvert atvinnuleysi ungs fólks í þessum löndum, til að mynda Frakkalandi, Svíþjóð, Spáni, Ítalíu og í Grikklandi?

Annars skiptir þetta ekki öllu máli, ég er sammála því, það er ekki atvinnuleysi í þessum löndum langt yfir atvinnuleysi hjá okkur nú um stundir útaf ESB. Ef eitthvað er hefur ESB haft jákvæð áhrif á þessi lönd. Hins vegar eru þetta lönd með alltof háa skatta (og flókna löggjöf), alltof stranga vinnulöggjöf og alltof þung velferðarkerfi. Það er engin furða að þeim takist ekki að skapa mikið af störfum. Þau lönd sem standa sig best skv. þessum lista (óljóst með Danmörku reyndar, þó ég held að það sé lægri talan) eru þau sem hafa gert fjárfestingar í landinu aðlaðandi, eru með lægri skattkerfi eða góð skattkerfi ef svo má að orði komast. (Þýskaland vantar á listan, efri Danmörk á líklega að vera Þýskaland - ekki satt).

Þannig má vera nokkuð sammála þessari greiningu þinni - ESB er ekki að valda atvinnuleysi og við gætum áfram að fara íslensku leiðina með tilheyrandi ávinningi, núverandi ESB ætti varla að koma í veg fyrir það. Hins vegar eru sterkar tilhneigingar sterku ríkjanna innan ESB til að reyna að koma á sameiginlegum sköttum til að jafna út samkeppnina milli ríkjanna. Það væri sannarlega óheillaspor.

Annars er skrítið að fara tala um 6-8% atvinnuleysi sem einhvern góðan árangur. Það er beinlínis hrikalegt og leiðir til þess að það verður að gera meira í velferðamálum, sem leiðir til meiri útgjalda,  hærri skatta og þar með minni líkur á fjárfestingum sem leiða til starfa. Þetta er sorglegur vítahringur sem margar glæsilegar þjóðir Evrópu hafa lent í - en hefur líklega lítið með beinlínis ESB að gera.

Andri Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 17:59

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég hef nú bara aldrei heyrt neinn tala um 10-15% atvinnuleysi í ESB nema þennan EÖE. Hins vegar hafa fjölmiðlar um árabil talað um í kringum 10% meðalatvinnuleysi sem er sennilega núna meira í kringum 8%. Og atvinnuleysi og efnahagsástand almennt innan Evrópusambandsins myndi svo sannarlega hafa áhrif á Ísland ef við værum aðilar að sambandinu, þó ekki nema bara þegar kæmi að því að ákveða stýrivexti Seðlabanka Evrópusambandsins. Þetta ætti að vera hverjum ljóst sem eitthvað veit um Evrópumálin.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.4.2007 kl. 00:17

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hins vegar má bæta því við að hagfræðingar hafa bent á að miðstýrðir stýrivextir evrusvæðisins er ein ástæðan fyrir atvinnuleysi í aðildarríkjum þess þar sem sú miðstýring leiðir til minni sveigjanleika á vinnumarkaði en ella, þá einkum þar sem ríkin hafa ekki lengur sjálfstæða stýrivexti sem einungis taka mið af aðstæðum innan þeirra.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.4.2007 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband