Leita í fréttum mbl.is

Þriðji hver eldri borgari þarf að lifa undir fátæktarmörkum

Ágúst Ólafur Ágústsson fjallar um málefni eldri borgara á vefsíðu sinni:

Þriðji hver eldri borgari þarf að lifa undir fátæktarmörkum. Þriðji hver! Þetta er ekki lítill hópur. Þá berast ítrekað fréttir af eldri hjónum sem hafa verið aðskilin vegna skorts á búsetuúrræðum. Maður kemst ekki hjá því að verða nokkuð reiður að heyra af slíku.

Samfylkingin hefur alltaf sett málefni eldri borgara á oddinn. Fyrsta þingmálið okkar í haust og fyrri ár hefur iðulega verið um kjaraaukningu fyrir eldra fólkið í landinu. Þessi mál okkar eru hins vegar ætíð svæfð í nefndum eða beinlínis kosið gegn þeim.

Er ekki kominn tími á eitthvað gerist í þessum málaflokki?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hver eru þessi fátækramörk? er reiknað með að ellilífeirisþegar þurfi jafn mikið og þrítugt fólk sem er að koma sér upp íbúð og fjölskyldu? er einn af mörgum sem vita ekki neitt um hvað er miðað við, bara talað um fátæktarmörk

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 01:06

2 identicon

Efst á blaði: Hvað kostar að vera til miðað við að vikomandi lífeyrisþegi sé sjálfbjarga?  Húnæðiskostnaður og segjum að innifalið sé hiti -rafm. og fasteignagjöld kr: 60.000 pr. mán. sem er vel sloppið. Svo simar kr. 5.000? (lítið sem ekkert hringt,alltaf verið að spara) Tölva 5.000. (enginn bíll. engar áskriftir að blöðum eða tv. stöðvum.)  = 70.000. Vðkomandi lífeyrisþegi slær á létta strengi og lætur eftir sér tóbak og lætur duga kr. 7.000 í það pr. mán. Þá standa eftir 33.000 kr. til að treyna fyrir einhverju matarkyns i 30 daga sem eru famundan, en útborgað var kr. 110.000.  Algjör óþarfi að fara að spá í fatakaup og fara til tannlæknis eða á veitingahús o.sfr.    Ó  ó næstum því búinn að gleyma yfirdráttarheimildinni og mínusa af útborgaðri upphæð vexti vegna hennar..... Kerfið er haft svona eða hvað á að halda?  Virkilega lélegt og svæsið að geta ekki keypt í matinn út mánuðinn.. Fjölskylduhjálp íslands, hjálparstarf kirkjunnar mæðrastyrksnefnd, hjálpræðisherinn.. árið 2007...  

Gummi gamli (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 13:35

3 Smámynd: Sveinn Árnason

Ég sem kosið hef sjálfstæðisflokkinn í síðustu tveimur kosningum, en er búinn að fá nóg að þeim flokki varðandi þennan málaflokk. Sama rassgatið undir framsókn. Samfylkingin er eina vonin til að ná árangri í málum aldraðra og öryrkja. Vonandi eru fyrrum kjósendur stjórnarflokkanna að átta sig á þessu.

Sveinn Árnason, 21.2.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband