Leita í fréttum mbl.is

Geir Hilmar Haarde, sætasta stelpan á ballinu og óléttan í Byrginu

Geir Hilmar HaardeIllugi Jökulsson skrifar í Blaðið í dag góðan pistil um ,,slysin" sem henda forsætisráðherra þjóðarinnar - Geir H. Haarde.

Um sætustu stelpuna á ballinu og varaskeifuna sem gerir sama gagn að mati Geirs skrifar Illugi:

Þetta hljómaði svona eins og eitthvað sem bólugrafinn töffari á táningsaldri segir klukkan korter í þrjú. En Geir Hilmar Haarde er á sextugsaldri. Og hann er forsætisráðherra þjóðarinnar. Og hann var að tala um varnar- og öryggismál.

Og um splúnkunýja karlrembuyfirlýsingu Geirs um konurnar sem beittar voru líkamlegu og andlegu ofbeldi í Byrginu - ,,Auðvitað er ekki hægt að fullyrða að þessar stúlkur hefðu ekki orðið barnshafandi hvort eð er..." - segir Illugi:

Og hvað átti þessi athugasemd svosem annað að þýða? Átti þetta að vera gilt sjónarmið í alvöru umræðu? Ha, þúsundum kvenna nauðgað í stríðinu í Júgóslavíu? Jú, að vísu, en auðvitað er ekkert hægt að fullyrða að stúlkunum hefði ekki verið nauðgað hvort sem er. Hundrað manns sprengdir í loft upp daglega í stríðinu okkar í Írak? Æjú, en það getur vel verið að það fólk hefði dáið hvort eð var.

Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra verður ósköp einfaldlega að skýra þessi orð sín, og hann verður umfram allt að biðja stúlkurnar sem misnotaðar voru í Byrginu afsökunar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Illugi ofgerir svo Þórðarglöðum málstað sínum, að hann fuðrar upp í hávaða, ofbýður lesandanum með illgjarnri túlkun og langsóttum líkingum, vekur jafnvel samúð með Geir og nær því ekki ætluðum tilgangi.

Jón Valur Jensson, 17.2.2007 kl. 18:24

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Hagstofan ætti að hafa nákvæmar upplýsingar um það hverjar tölfræðilegar líkur eru á því, að kona á ákveðnum aldri verði þunguð á ákveðnu tímabili ævinnar. Þetta verður spennandi athugun.

ps
Ætli það sé engin fræðsla um getnaðarvarnir á þessum hókus-pókus meðferðarheimilum ríkisins? 

Júlíus Valsson, 17.2.2007 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband