Leita í fréttum mbl.is

Landbúnaður og svínarækt

Finnur Árnason, forstjóri Haga, kemur með mjög þarft og athyglisvert innlegg inní umræðuna um landbúnað á Íslandi og hátt matarverð.

Í mínum huga er svínaframleiðsla ekkert nema iðnaður. Það er takmarkaður virðisauki fyrir þjóðarbúið að vera með þessa starfsemi hér á landi þegar þetta er að kosta neytendur jafnmikið og það er að gera. Það er fráleitt að skattleggja alla þjóðina fyrir iðnaðarframleiðslu sem skilar ekki meiru en þetta.
 

Einnig vitnar Mogginn í hann áfram:

Finnur sagði að það sama gilti um kjúklingaframleiðsluna. Það væri iðnaðarframleiðsla. Verðmunur á innlendum og erlendum kjúklingum væri mjög mikill og þar að auki væri skortur á kjúklingakjöti á markaðinum.

 

Þetta er þarft innlegg frá Finni.  Kjúklingar og svín búa nefnilega ekki á íslenskum fjöllum, heldur lifa allt sitt líf inní íslenskum verksmiðjum nálægt Reykjavík, sem eiga meira sameiginlegt með brauðframleiðslu heldur en landbúnaðarvöru einsog lambakjöti.  Einnig bendir Finnur réttilega á að það er skortur á þessari vöru á íslenskum markaði, sem gerir verndina enn fáránlegri.

Nú eru ríkisstjórnarflokkarnir hræddir við að breyta til í landbúnaðarkerfinu einsog Samfylkingin vill gera.  En það er augljóst að niðurfelling verndar á svína- og kjúklingakjöt væri frábært fyrsta skref, sem myndi hafa lítil sem engin áhrif á íslenskar sveitir, enda er þetta bara verksmiðjuvara.

Þessar vörur hafa líka verið að aukast gríðarlega í vinsældum meðal Íslendinga og það væri veruleg kjarabót fyrir íslensk heimili ef þau gætu keypt svína- og kjúklingakjöt á verðum sem líkjast þeim sem tíðkast í nágrannalöndunum.


mbl.is Hætta á framleiðslu svínakjöts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þetta er auðvitað rétt og hægt að taka undir það að mestu leyti.  En það þarf að taka landbúnaðarmálin og stokka þau upp í heild, ekki ráðast á hluta þeirra.  Landbúnaðarstefnan vafðist hins vegar verulega fyrir Samfylkingunni þegar á hana var gengið, og endaði í sömu moðsuðunni og hjá öðrum Íslenskum stjórnmálaflokkum.

En hvað varðar svína og kjúklingakjöt, þá er það vissulega ekki hrein iðnaðarframleiðsla, þó að það flokkist ekki undir "hefðbundin" landbúnað heldur.  Að líkja eldi dýra við bakstur, þar sem einungis er höndlað með "dautt" hráefni og stungið við ofn, ber vott um annað hvort misskilning eða fáfræði.  Því verður heldur ekki á móti mælt að kjúklingar og svín eru hluti af heildarmarkaði landbúnaðarafurða og keppa við annað kjötmeti og önnur matvæli.  Þess vegna er varasamt að taka littla hluta markaðarins sérstaklega út, heldur verður að líta til heildarinnar.

Sömuleiðis má segja að sé svína og kjúklingaræktendum gefnar frjálsar hendur og óþarfa sköttum létt af þeim, ættu þeir ef til vill frekar en aðrir kjötframleiðendur möguleika í samkeppni við erlenda framleiðendur, því eins og bent er á, eru þeir minna háðir Íslenskum aðstæðum, þar sem þeir halda dýr sín innandyra hvernig sem viðrar, í hvaða landi sem ræktunin fer fram.

G. Tómas Gunnarsson, 13.1.2007 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband