Föstudagur, 12. janúar 2007
Óábyrg evru umræða?
Í fréttum sjónvarps spyr fréttamaður forsætisráðherra (skrifað upp eftir minni):
Segir það ekki eitthvað um krónuna að það megi ekki tala um hana
Og Geir svarar:
Nei, það segir frekar eitthvað um þá sem tala þannig um hana.
Þetta er skrýtin pæling hjá herra Haarde. Þannig að sú staðreynd að krónan flakki upp og niður við slæmt eða gott umtal segir meira um þá, sem tala um krónuna, heldur en krónuna sjálfa?!
Og samkvæmt Geir þá er það eingöngu Samfylkingin, sem ber ábyrgð á slæmu tali um krónuna. Þar þykir mér hann full upptekinn af okkur jafnaðarmönnum, sem er svosem ekkert nýtt. Hann virðist (kjósa að) gleyma utanríkisráðherra Íslands, mönnum einsog Birni Inga auk fjölda aðila í íslensku viðskiptalífi, sem hafa talað um möguleikann á því að taka upp evru.
Það er ekki hægt að kæfa umræðuna um evruna og ESB endalaust með því að kalla þá umræðu alltaf "ótímabæra" eða "óábyrga". Það sem er óábyrgt er að Sjálfstæðisflokkurinn hefur reynt að kæfa allt tal um ESB í mörg ár með því að neita að taka þátt í umræðunni sökum þess að hún sé að þeirra mati "ótímabær". Núna sjá hins vegar forystumenn flokksins að menn í viðskiptalífinu sætta sig ekki við þessa þögn og vilja sjá Ísland í ESB.
Það er erfitt fyrir Sjálfstæðismenn að sætta sig við þessar breytingar í þjóðfélaginu, en þeir hjálpa ekki málstað sínum með því að grípa alltaf til þess ráðs að kalla andstæðinga sína óábyrga.
Ísland á að sækja um aðild að ESB og taka upp evru. Við í Samfylkingunni megum ekki láta þennan útúrsnúning Sjálfstæðismanna draga úr okkur kjarkinn í því að halda þessu fram til streitu. Það eina sem er óábyrgt í þessari umræðu er að stinga hausnum í sandinn líkt og forystumenn Sjálfstæðisflokksins vilja gera.
- (EÖE)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Facebook
Fólk
Hugmyndabankar Sósíaldemókrata
-
The New Policy Institute
-
The Fabian Society
-
Global Progressive Forum
-
Progressive Policy Institue
-
Policy Network
Sósíaldemókratar um heim allan
-
Norski Verkamannaflokkurinn
-
Sænski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Danski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Finnski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Breski Verkamannaflokkurinn
-
Þýski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Grænlenski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Færeyski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Franski Sósíalistaflokkurinn
-
Hollenski Verkamannaflokkurinn
-
Belgíski Sósíalistaflokkurinn (hollenskumælandi)
-
Belgíski Jafnaðarmannaflokkurinn (frönskumælandi)
-
Austuríski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Írski verkamannaflokkurinn
-
Ítalski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Verkamannaflokkurinn í Lúxemburg
-
Maltneski Verkamannaflokkurinn
-
Norður-írski Verkamannaflokkurinn
-
Norður-írski Framfaraflokkurinn
-
Spænski Sósíalistaflokkurinn
-
Pórtúgalski Sósíalistaflokkurinn
-
Skoski Þjóðarflokkurinn
-
Jafnaðarmannaflokkurinn í Wales
-
Svissneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Gríski Sósíalistaflokkurinn
-
Króatíski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Tékkneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Ungverski Sósíalistaflokkurinn
-
Eistneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Lettneski Verkamannaflokkurinn
-
Lettneska Samfylkingin
-
Pólski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Pólski Vinstriflokkurinn
-
Pólska Vinstrifylkingin
-
Rúmenski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Serbneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Slóvakíski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Afríska Þjóðarráðið
-
Japanski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Japanski Lýðræðisflokkurinn
-
Ísraelski Verkamannaflokkurinn
-
Madaraka flokkurinn í Kenýa
-
Indónesíski Lýðræðisflokkurinn
-
Indverska Þjóðarráðið
-
Indverski Sósíalistaflokkurinn
-
Sósíalistaflokkur Chile
-
Lýðræðisflokkur Chile
-
Þjóðfrelsisflokkur Costa Rica
-
Samstöðuflokkkurinn í Quebec
-
Þjóðarflokkurinn í Quebec
-
Jafnaðarmannaflokkurinn í Hong Kong
-
Framlínuflokkurinn í Hong Kong
-
Borgaraflokkurinn í Hong Kong
-
Demókratíski byltingarflokkurinn í Mexíkó
-
Jafnaðar- og valfrelsisflokkur bænda í Mexíkó
-
Mongólski Þjóðbyltingarflokkurinn
-
Ný-sjálenski Verkamannaflokkurinn
-
Pakistanski Þjóðarflokkurinn
-
Verkamannflokkurinn í Singapore
-
Suður-Kóreski Verkamannaflokkurinn
-
Tyrkneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Tyrkneski Þjóðarflokkurinn
-
Afganski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Kanadíski Lýðræðisflokkurinn
-
Ástralski Verkamannaflokkurinn
-
Brasilíski Verkamannaflokkurinn
-
Brasilíski sósíalistaflokkurinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Taktu afstöðu
Tenglar
Íslenskir sósíaldemókratar á netinu í stafrófsröð
- Agnar Freyr Helgason
- Alma Joensen
- Andrés Jónsson
- Anna Kristín Gunnarsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Arndís Anna Gunnarsdóttir
- Atli Bollason
- Atli Rafnsson
- Ágúst Einarsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Páll Árnason
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Bjarni Gaukur Þórmundsson
- Björgvin G. Sigurðsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bryndís Nielsen
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagur B. Eggertsson
- Dofri Hermannsson
- Einar Örn Einarsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Gauti Eggertsson
- Glúmur Baldvinsson
- Grétar Gunnarsson
- Guðbjartur Hannesson
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðmundur Rúnar Árnason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Guðrún Erlingsdóttir
- Guðrún Ögmundsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar H. Gunnarsson
- Gunnar Svavarsson
- Gylfi Þorkelsson
- Helga Rakel Guðrúnardóttir
- Helga Tryggvadóttir
- Helga Vala Helgadóttir
- Helgi Hjörvar
- Hildur Edda Einarsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hörður Guðbrandsson
- Ingimundur Sveinn Pétursson
- Ingólfur Margeirsson
- Jakob Frímann Magnússon
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ársælsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Jón Gunnarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Karl V. Matthíasson
- Katrín Júlíusdóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Sveinbjörnsson
- Kristrún Heimisdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Lúðvík Bergvinsson
- Lúðvík Geirsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Norðdahl
- Mörður Árnason
- Oddný Sturludóttir
- Páll Einarsson
- Ragnheiður Hergeirsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Róbert Marshall
- Sandra Franks
- Sigrún Elsa Smáradóttir
- Sigurjón Sveinsson
- Sonja B. Jónsdóttir
- Stefán Benediktsson
- Stefán Jóhann Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Svanfríður Jónasdóttir
- Sveinn Kristinsson
- Tinna Mjöll Karlsdóttir
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður B. Eggertsdóttir
- Valgerður Bjarnadóttir
- Þorleifur Örn Arnarsson
- Þórhildur Þorleifsdóttir
- Þórir Hrafn Gunnarsson
- Þórunn Sveinbjarnardóttir
- Þórður Sveinsson
- Örlygur Hnefill Jónsson
- Össur Skarphéðinsson
Athugasemdir
Er ekki óábyrgt að telja almenningi trú um að mjög einfalt sé að taka upp Evru í stað íslensku krónunnar þegar Amelia Torres talsmaður Evrópusambandsins í efnahagsmálum bendir okkur á að Evru sé ekki hægt að taka upp nema vera aðili að Evrópusambandinu og það er meira að segja ekki nóg því íslenska efnahagskerfið þyrfti líka að uppfylla ströng skilyrði til að fá inngöngu í Myntbandalag Evrópu? Ég get ekki kallað svona blekkingar lýðskrum og þá skiptir engu máli hver lætur það útúr sér. Enda hef ég á tilfinningunni að bæði Samfylkingin og Framsókn séu orðin mjög örvæntingarfull varðandi stöðu sína í íslenskri pólitik og kvíði kosningunum í vor. Einnig tel ég að slæleg útkoma Samfylkingarinnar muni endanlega gera útum frama Ingibjargar í stjórnmálum. framsóknarmenn eru hræddir við að verða að örflokki með engin völd og það er náttúrulega eitthvað sem hann á ekki að venjast.
Nei ég bið um málefnalegar umræður í kosningabaráttunni en ekki svona lýðskrum takk.
Guðmundur H. Bragason, 12.1.2007 kl. 23:41
Ég tek undir með Geir að umræðan á ekki rétt á sér og hefur verið óábyrg hjá sf.
Sf er að reyna að gera þetta að kosningamáli sem það má ekki verða og á ekki að verða.
Umræðan er ótímabær.
Ég er sammála Guðmundi H. Bragasyni að sf og framsókn kvíði kosningunum í vor.
Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 11:34
Er það ábyrg umræða af einstaklingi sem vill leiða þjóðina að tala um gjaldmiðilinn sem handónýtan
Ólafur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 13:17
Það er ekki ástæða til að ræða þetta mál, enginn möguleiki á að þetta verði á næstu árum því enginn vilji er hjá vg og sjálfstæðisflokknum að ganga í eða taka þennan gjaldmiðil upp.
Ef sf kemst í næstu ríkisstjórn verður samstarfsflokkurinn annaðhvort vg eða sjálfstæðisflokkurinn sem betur fer hefur hvorugur flokkurinn þetta á stefnuská sinni að senda okkur í gin ljónsins.
Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 14:33
Finnsk og sænsk þjóðfélög eru ekki eins uppbyggð og íslenska samfélagið. Getum nefnt sjávarútveginn í því sambandi. En það er reyndar alveg rétt hjá þér Einar að auðvitað myndi íslenska þjóðfélagið ekki hrynja en kærum við okkur um þær breytingar sem óhjákvæmilega yrðu? Það held ég að sé það sem fólk á að velta fyrir sér.
En að öðru, Fannst ykkur ekki tilburðir Ingibjargar í fréttum í kvöld frekar yfirborðslegir og bara ótrúverðugir. Við vitum að inngönguferlið getur tekið mörg ár og upptaka Evru er ekki möguleg fyrr en við erum komin í Evrópusambandið. Þjóðin þarf fyrst að gera það upp við sig hvort það sé það sem hún vill. ef það verður síðan raunin þá er hægt að taka upp Evru umræðuna. Nei mér fannst þetta yfirklór formanns Samfylkingarinnar í kvöld máttlaust og lýsa örvæntingu. Sterkur leiðtogi myndi ekki lenda í svona stöðu að vera stanslaust að afsaka sinn málflutning. Ástæðan er einfaldlega sú að sterkur leiðtogi gerir ekki svona mistök.
Guðmundur H. Bragason, 13.1.2007 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.