Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Þingmaður með vinstri og bæjarstjóri með hægri?

Af Stjániblái.is

Samstarfsflokkur okkar sjálfstæðismanna gerði þá kröfu að ég léti af starfi bæjarstjóra Akureyrar í kjölfar þess að ég hefði sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Samfylkingunni fannst það ekki ásættanlegt að ég gegndi starfi bæjarstjóra á sama tíma og ég leiddi lista sjálfstæðismanna í kosningabaráttu fyrir Alþingiskosningarnar á komandi vori.  Ég varð með öðrum orðum að afsala mér starfinu sem fyrst í kjölfar prófkjörsins svo meirihlutinn héldi í stað þess að gegna starfinu lengur.
Kristján Þór
Ætlaði Kristján Þór Júlíusson virkilega að sitja áfram sem bæjarstjóri á Akureyri samhliða því að vera þingmaður þjóðarinnar?

John McClaine og James Bond

Þeir Kristófer Helgason og Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni hringdu í mig síðdegis og ræddu við mig um nýjustu James Bond-myndina, sem ég gaf þrjá og hálfa stjörnu.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á vefsetri sínu 4. des. ´06

Guð og stjórnmálin á Suðurlandi

Það tók Guð bara part úr degi að skapa hinn fullkomna mann en það tók nokkra daga að berja saman þennan Frankenstein.

Þórunn Jóna Sagði Þórunn Jóna Hauksdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Árborg í fjarveru Eyþór Arnalds, afar bitur og tapsár í fréttum Stöðvar 2 og Ríkissjónvarpsins í gærkvöld í kjölfarið að nýr meirihluti var myndaður í sveitarfélaginu.


Við þurfum ekki leppstjórn í bleikum náttkjólum

Ingibjörg Sólrún
Í athyglisverðri ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um nýliðna helgi fjallaði formaðurinn hin ýmsu mál eins og t.d. Evrópumálin líkt og Kratabloggið benti á í gær. Ingibjörg talaði einnig um hið málefnalaga frumkvæði sem Samfylkingin hefur haft í íslenskum stjórnmálum undanfarið ár. Máli sínu til stuðnings nefndi hún nokkur dæmi og þ.á.m. var matvælaverðið og öryggis- og varnarmálin. Ingibjörg sagði að það væri gott að ríkisstjórnin væri loksins að átta sig á því að Samfylkingin er með bestu lausnirnar og að við þurfum ekki leppstjórn í bleikum náttkjólum.

Um matarverðið sagði Ingibjörg:
Í þessari viku, fimm mánuðum fyrir kosningar en eftir sextán ár í ríkisstjórn, mætti fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til þings með tillögu að lækkun matarskatts. Hvers vegna?  Vegna þess að Samfylkingin tók frumkvæðið í haust með metnaðarfullum tillögum um lækkun matvælaverðs.  Tillaga ríkisstjórnarinnar er léleg eftirlíking: Ábati heimilanna verður bara helmingur þess sem Samfylkingin lagði til en kostnaður ríkissjóðs talsvert meiri vegna þeirrar leiðar sem valin var.

Og um öryggis- og varnarmálin sagði hún:
Í þessari viku kom fram að ríkisstjórnin leitar nú loksins til annarra þjóða en Bandaríkjanna um samstarf í öryggis- og varnarmálum. Hvers vegna? Vegna þess að ólíkt Samfylkingunni sagði ríkisstjórnin aldrei satt. Hún sagði þjóðinni aldrei að nýi varnarsamningurinn væri ófullnægjandi og í raun samningur á forsendum Bandaríkjanna um Keflavík sem vara- eða æfingaherstöð. Samfylkingin lagði til í mars á þessu ári að stjórnvöld leituðu fjölþjóðlegs samstarfs í öryggis- og varnarmálum á vettvangi Nató en nú átta mánuðum síðar er ríkisstjórnin loksins að ranka við sér og leitar í örvæntingu að fleiri samstarfsaðilum en Bandaríkjunum. Allt sem Samfylkingin sagði er komið á daginn.

Jafnaðarmenn í meirihluta á nýjan leik

Jafnaðarmenn eru komnir í meirihluta í Árborg á ný en sl. kjörtímabil myndaði Samfylkingin meirihluta með Framsóknarflokknum. Eftir kosningarnar í vor mynduðu sjálfstæðismenn með Eyþór Arnalds í broddi fylkingar nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum. Sá meirihluti sprakk fyrir helgi aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann var myndaður.

Ragnheidur HergeirsRagnheiður Hergeirsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg, verður bæjarstjóri og eru það mikil gleðitíðindi. Ragnheiður er með háskólagráðu í uppeldisfræði og starfsréttindum í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hún starfað á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi, Réttargeðdeildinni að Sogni og á nýjan leik á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi og þá sem framkvæmdastjóri. Frá 2002 hefur Ragnheiður átt sæti í bæjarstjórn Árborgs og á seinasta kjörtímabili var hún varaformaður bæjarráðs.

Minnstu munaði að  Ragnheiður hreppti 2. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi er fram fór í nóvember og munaði einungis 20 atkvæðum á henni og Lúðvík Bergvinssyni í sætið. Hefði Ragnheiður náð öðru sætinu hefði hún smellt tveimur sitjandi þingmönnum aftur fyrir sig. Ragnheiður endaði að lokum í 4. sæti en hún hefur nú gefið það út að hún muni ekki taka það sæti og einbeita sér að bæjarmálunum í Árborg á næstu árum. Guðrún Erlingsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi og formaður Verslunarmannafélags Vestamannaeyja mun að öllum líkindum færast upp og skipa 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi vegna kosninganna í maí nk.


mbl.is Nýr bæjarstjóri í Árborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta próf nýs bæjarstjóra Árborgar

arborg bæjarstjoriRagnheiður Hergeirsdóttir verður bæjarstjóri nýmyndaðs meirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna í Árborg.

Í fréttum hefur komið fram að ein helsta ástæða þess að meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lauk hafi verið ósætti milli flokkanna hvort hækka ætti verulega laun kjörinna fulltrúa í bænum. Sjálfstæðismenn hafi staðið gegn óskum Framsóknar um slíkar hækkanir. Nú kann að vera að þetta eigi ekki við rök að styðjast. Framsóknarmenn hafa, eftir því sem Kratabloggið kemst næst, ekkert tjáð sig um þessar meintu fyrirhuguðu hækkanir.

eyþór arnalds En hvort sem um er að ræða spuna frá svekktum sjálfstæðismönnum eða ekki þá er ljóst að Ragnheiður getur ekki leyft neinar slíkar hækkanir á næstunni. Slíkt færi illa með trúverðuleika Samfylkingarinnar í bænum en flokkurinn hefur jafnan gagnrýnt hart þær hækkanir sem Kjaradómur hefur kveðið á um undanfarin ár.

Þó að Ragnheiður ætli sér sjálf ekki að sitja í baráttusæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í alþingiskosningunum, fjórða sætinu sem hún hlaut í nýafstöðnu prófkjöri, þá er það einfaldlega ekki pólítískur möguleiki fyrir flokkinn að standa að verulegum launahækkunum bæjarfulltrúa í Árborg rétt fyrir kosningar.

Vonandi stenst nýr bæjarstjóri þetta próf og leggur ekki frekari byrðar á bæjarfélagið umfram útgjöldin sem biðlaunaréttur fráfarandi bæjarstjóra, Stefanía K. Karlsdóttur, kallar á.


Evrópumálin á dagskrá hjá Samfylkingunni

Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sló mikilvægan tón í ræðu sinni á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem haldinn var um helgina í Keflavík. Það sem var sérlega jákvætt var áhersla hennar á Evrópumálin.
 

Formaðurinn sagði orðrétt :


Og við verðum að skoða af fullri alvöru aðild að Evrópusambandinu, því flestar rannsóknir benda til þess að upptaka evru myndi – þegar fram líða stundir - stuðla að auknu jafnvægi í okkar efnahagsmálum, styrkja rekstrarskilyrði fyrirtækja og bæta verulega kjör heimilanna í landinu. Öflug fyrirtæki og fjársterkir einstaklingar flýja nú krónuna unnvörpum en íslenskur almenningur situr fastur í rússíbananum.


Hér er Ingibjörg Sólrún að hreyfa við einu stærsta

ISG og Evrópa

hagsmunamáli þjóðarinnar sem þarf að verða kosningamál í vor. En það er ekki nóg að Samfylkingin setji þetta mál á oddinn enda hefur hún svo sem gert það ítrekað (flokkurinn gaf meira að segja út sérbók um hugsanleg samningsmarkmið Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið) heldur þarf að draga hina stjórnmálaflokkana í umræðuna.
 

Það þarf að láta hina afturhaldsömu þjóðrembuflokka svara fyrir það af hverju Evrópusambandsaðild kemur ekki til greina hjá þeim á meðan nánast allar þjóðir Evrópu eru þar inni eða vilja komast þangað inn. Það er augljóst að það er enn stærri ákvörðun að halda Íslandi fyrir utan ESB en að ákveða að ganga inn í sambandið.

Ingibjörg Sólrún á hrós skilið fyrir stefnufestu sína í þessum mikilvæga hagsmunamáli Íslendinga.

Hætta ber að nota vegaframkvæmdir sem beitu á atkvæðaveiðum

Síðustu vikur hefur tvöföldun Suðurlandsvegar á milli höfuðborgarsvæðisins og Selfoss verið talsvert í deiglunni og nýverið sendu sveitarstjórnar- og alþingismenn á svæðinu frá sér áskorun í formi auglýsingar á ríkisstjórnina. Það er fyrir löngu kominn tími til að ráðist verði í meiriháttar vegaframkvæmdir í kringum höfuðborgarsvæðið og unnið að tvöföldun Suðurlandsvegar til Selfoss og Vesturlandsvegar til Borgarnes sem og að tvöföldun Reykjanesbrautar verði kláruð hið fyrsta.

Agust Mogensen Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær eftir að ráðist var í framkvæmdir á Reykjanesbraut hafi slysum fækkað og yfirfæra þyrfti þær aðgerðir yfir á Vesturlandsveg og Suðurlandsveg og aðgreina umferð úr gagnstæðum áttum sem fyrst.

Björgvin Valur Guðmundsson, hinn ,,öfgasinnaði jafnaðarmaður" á Austurlandi, segir á vefsíðu sinni um málið:
Mín vegna má hætta við eða fresta öllum jarðgöngum og stærri framkvæmdum annarsstaðar á Íslandi á meðan því það er löngu kominn tími til að hugað sé að samgöngumannvirkjum þar sem fólksfjöldinn er mestur og umferðin þyngst og hættulegust.  Það er löngu kominn tími til að pólitíkusar hætti að nota vegaframkvæmdir sem beitu á atkvæðaveiðum og leyfi fagfólki að vega og meta þarfir og leggja til lausnir í samgöngumálum.

Full ástæða er að taka undir þessi orð Björgvins.

Slæmar fréttir á flöskudegi

ALCOHOL_image001Frjálslynt ungt fólk getur nú varla gert annað en að hrista hausinn þessa dagana vegna hugmynda núverandi ríkisstjórnar um að hækka skattlagningu yfirvalda á áfengum drykkjum. Ölgerðin Egill Skallgrímsson hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna málsins og má vel taka undir óskir þeirra um að ríkisstjórnin endurskoði þennan gegndarlausa vitleysisgang. Föðurleg (og allt að því kæfandi) ákvarðanataka um allt sem lítur að áfengismálum er að vísu ekki ný af nálinni hér á landi. Bjórinn var jú bannaður til 1989 og ekki má gleyma farsakenndri hækkun áfengisgjalds fyrir tveim árum síðan, sem Friðjón, góðvinur okkar Nýkrata, rifjar upp á heimasíðunni sinni. Grípum aðeins niður í pistilinn hans:

  Þetta minnir mig á eina aumustu stund Alþingis þegar frumvarp  um gjald af áfengi og tóbaki var lagt fram og tekið til 1. umræðu kl 18.08 vísað til nefndar kl. 18.53 tekið til 2. umræðu 20.58 og samþykkt sem breyting á lögum kl. 21.52. 

Flutningsmaður sagði í ræðu sinni

efni málsins er þannig að það þarf að hafa hraðar hendur við að afgreiða það í þingsölum eins og allir þingmenn þekkja.

Hækkunin nam 7% sem var um 100kr á flösku af sterku áfengi en ekki var hreyft við veikari drykkjum.  Þingheimur sem allur tók þátt í þessari dellu var sannfærður um að fólk myndi streyma í Ríkið og hamstra vodka vegna 100 kr. hækkunar!

Þetta var árið 2004 en ekki 1950, það eru svona vinnubrögð sem eru þingmönnum til minnkunar, ég trúi því að Ögmundur sé sannfærður um það þurfi að hafa vit fyrir almenningi með þessum hætti en þegar sjálftæðismenn standa að svona rugli þá örvæntir maður.

Já, það þarf heldur betur að hafa vitið fyrir okkur í áfengismálum.

 


« Fyrri síða

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband