Leita í fréttum mbl.is

Gamli góði Villi ræður Hrafn Jökulsson

Steinunn Valdís Óskarsdóttir skrifar á heimasíðu sína hvað bar helst til tíðinda á fundi Borgarráðs í dag og m.a. segir hún:

Að lokum var það upplýst að Borgarstjóri hefði ráðið Hrafn Jökulsson til sex mánaða til borgarinnar til að undirbúa skákakademíu Reykjavíkur.

Í ljósi þessa er ágætt að rifja upp skrif Hrafns Jökulssonar í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna fyrir rúmi ári síðan, en þá hafði hann þetta að segja um athafnastjórnmálamanninn:
 
Ég hef kynnst Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni vel í störfum hans á vettvangi Reykjavíkurborgar og engum treysti ég betur til þess að koma höfuðborg landsins úr þrátefli hagsmunapots og flokkadrátta, rífa hana upp úr stöðnun undanfarinna ára og leysa úr læðingi það afl, sem í borgarbúum býr, til þess að við getum saman byggt betri borg.

Staksteinar Morgunblaðsins tóku málið upp daginn eftir:

Ekki verður annað sagt en Hrafn Jökulsson, hinn kunni skákfrömuður, hafi leikið óvæntan leik á taflborði stjórnmálanna í grein hér í Morgunblaðinu í gær.

Það er gott að eiga gamla góða Villa að. Sér í lagi þegar losa á Reykjavíkurborg undan gæluverkefnum og sérhagsmunagæslu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband