Leita í fréttum mbl.is

Mogginn í ham: Blár, svo bleikur og nú grænn

Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar um ótrúlega ,,fréttaskýringu" á forsíðu Morgunblaðsins í dag: 

Hversu trúverðugt er það þegar Sjálfstæðisflokkurinn segist vera orðinn grænn flokkur eftir allt sem er á undan gengið í stóriðjumálunum?

Hversu trúverðugt er það þegar Sjálfstæðisflokkurinn segist vera orðinn bleikur flokkur eftir allt sem er á undan gengið í jafnréttismálum? Má þar nefna ítrekuð brot ráðherra flokksins á jafnréttislögum við stöðuveitingar, 18-4 úrslitin árið 2003 (þ.e. 4 þingkonur og móti 18 körlum), engan árangur í baráttunni gegn kynbundum launamun á valdatímanum samkvæmt þeirra eigin skýrslu o.s.frv.


Í gær ritaði Dofri Hermannsson um ,,fréttaskýringu" Agnesar Bragadóttur sem birtist á forsíðu blaðsins.

Það er alveg frábært að sjá hinn rétta lit Moggans koma í ljós en þegar nálgast kosningar er hann sama flokksblaðið og hann var hér á árum áður. ... Ég vissi að Sjálfstæðisflokkurinn stendur illa en að hann standi svo höllum fæti að Mogginn þurfi að beita fyrir sig svona fornaldarvinnubrögðum í anda gömlu flokksblaðanna - það vissi ég ekki. Þegar vel er að gáð eru það hins vegar fréttir dagsins af forsíðu Moggans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband