Leita í fréttum mbl.is

Bankar, borgarráðsformaður og borgarstjóri = óeðlileg tengsl

bjorningiMeð stuttu millibili hefur verið sagt frá því í blöðunum að tveir valdamestu kjörnu fulltrúar borgarbúa, þeir Björn Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafi verið í lúxusboðsferðum til útlanda á vegum bankanna.

Kratabloggið furðar sig á því að þetta hafi ekki vakið meiri athygli og því að formaður borgarráðs og borgarstjórinn í Reykjavík skuli ekki hafa verið krafðir skýringa á þessari háttsemi sem víðast hvar myndi verða að hneykslismáli (og í Svíþjóð vafalaust leiða til afsagna).

Það kom fyrst fram fyrir u.þ.b. tveimur vikum að Vilhjálmur borgarstjorinnborgarstjóri hafi flogið til Lundúna í boði Landsbankans og hafi m.a. fylgst með Arsenal-leik í einkastúku bankans á Emirates-vellinum. Það kom fram á sama stað að Landsbankinn væri viðskiptabanki borgarinnar.

Síðan kom fram í einu dagblaðanna í gær að Birni Inga, formanni borgarráðs, hafi ásamt 200 helstu forstjórum og fjárfestum landsins verið boðið í lúxusferð til þessarar sömu borgar og notið þar alls kyns dýrindis veiga í boði Kaupþings.

Það er ekkert leyndarmál að svona viðgjörningur er hugsaður af bönkunum til að reyna að afla sér viðskiptavildar. Það sér hvert mannsbarn að bankinn gerir þetta í hagnaðarskyni og engu öðru. Það er heldur ekkert við því að segja þegar um er að ræða viðskipti tveggja einkaaðila. En þegar viðskiptin sem bankinn ásælist eru við borgarbúa þá er hin eina rétta leið að þeir sýni þann áhuga með því einfaldlega að bjóða sem hagstæðust kjör og að viðskiptin séu ákveðin með formlegu útboðsferli.

Fullyrða má að þorri skattgreiðenda vilji að kaup á þjónustu fyrir þeirra peninga hafi sem minnst með það að gera hverjum af embættismönnum borgarinnar sé boðið í lúxusferðir.
Það er að okkar mati jafnvel enn alvarlegra að borgarstjórinn skuli þiggja slíka "greiða" af banka sem er í miklum viðskiptum við borgina.
geir h haarde
Töluverð gagnrýni kom fram á það á sínum tíma að Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, skyldi hafa þegið boðsferðir í laxveiði af ákveðnum banka. Málinu var hins vegar lítið sem ekkert fylgt eftir af fjölmiðlum. Og engar reglur virðast vera í gildi um hvaða gjafir/sporslur/greiða kjörnir fulltrúar og embættismenn megi taka við. Reyndar má fara enn lengra aftur og benda á að fyrrum borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fékk líka á sig vænan skammt af gagnrýni á sínum tíma fyrir að þiggja boðsferð frá Mitsubishi til Japan. Dæmin eru því miður mýmörg.
isg
Það þekkist varla nokkurs staðar í hinum vestræna heimi að ekki séu til neinar reglur um þessa hluti. Víðast hvar eru þvert á móti þær svo strangar að bannað er þiggja nokkuð yfir ákveðinni fjárhæð sem jafngildir þá u.þ.b. nokkur þúsund íslenskum krónum.

Lítið þýðir að halda því fram að bankar væru að splæsa svona miklu á akkúrat þessa sömu menn, nema einmitt af því að þeir gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings. 

En burtséð frá öllum reglum þá er það auðvitað mikill dómgreindarbrestur af hálfu þessara manna að þiggja þessar ferðir. Þeim er sjálfum fyrir bestu að þetta verði bara bannað. Með því að leyfa sér að taka þátt í þessum leik með bönkunum og öðrum sem kunna að vera að "tríta" þá eitthvað þá gefa þeir færi á sér og búa til andrúmsloft tortryggni.

Björn Ingi ætti að vera farinn að þekkja hvernig er að vera í stjórnmálaflokki sem allur þorri þjóðarinnar tortryggir.F 11

Og Vilhjálmur býður heim alls kyns óþarfa samsæriskenningum með því þiggja góðgerðir frá Landsbankanum aðeins nokkrum vikum áður en hann mun taka þátt í að ákveða hvort eigendum bankans, Björgólfsfeðgum, verði seld ein merkilegasta fasteign í Reykjavík: Fríkirkjuveg 11. Þar mun samkvæmt fréttum ekki aðeins eiga að horfa til þess hver bjóði hæst í eignina heldur verði aðrir huglægir þættir látnir ráða.

Er borgarstjórinn þá orðinn vanhæfur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er alveg sammála því að kjörnir embættismenn (sem og aðrir embættismenn) þurfa að stíga varlega til jarðar hvað varðar að þyggja boðsferðir, eða sitja veislur á vegum fyrirtækja.  Það er grátt svæði sem getur valdið tortryggni og misskilningi.

En hefur Ný-kratabloggið þá einhverjar heimildir fyrir því hvort að ISG hugleiddi að segja af sér eða á einhvern annan hátt "axla ábyrgð" þegar gagnrýni á boðsferð hennar (og annara borgarfulltrúa R-listans, ef ég man rétt) var gagnrýnd?  Eða var sú ferð e.t.v "barns síns tíma"?

G. Tómas Gunnarsson, 7.2.2007 kl. 19:01

2 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

bara sama athugasemd og síðast til ykkar   Sé að það er ekki búið að fjölga valmöguleikunum varðandi óskasamsteypustjórn í skoðanakönnuninni ykkar. Þetta er nu frekar leiðandi skoðanakönnun

Guðmundur H. Bragason, 7.2.2007 kl. 21:04

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég þakka kærlega fyrir þarfa áminningu. Vitanlega þurfa að vera reglur, bæði hjá sveitarfélögum og ríki, um hvaða gjafir er við hæfi að þiggja og hverjar ekki. Þetta á hvorttveggja að gilda um kjörna fulltrúa og embættismenn.  Þá stendur upp á stjórnmálaflokka að setja sér siðaskrár sem taki á þessum atriðum. Mig rámar í að fyrir einhverjum misserum hafi Vinstri grænir kynnt texta sem laut m.a. að einkahagsmunum þingmanna, s.s. hlutabréfaeign. Kannski að einhver gæti rifjað það upp og upplýst hvort reglur séu þar um viðtöku gjafa.

Páll Vilhjálmsson, 7.2.2007 kl. 23:09

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hér er umræða að mínu skapi. Þetta hefur lengi loðað við alltof marga stjórnmálamenn og opinbera starfsmenn hérna á fróni. Stundum gremst manni stórlega hvað það virðist þurfa lítið til að kaupa velvilld þeirra.

Það hefur hingað til ekki þótt tiltökumál að þiggja kannski máltíð eða svo á meðan viðræður fara fram. Greiddar ferðir til útlanda með uppihaldi, veislum, tónleikum og öðrum álíka viðburðum inniföldum eru hins vegar komnar yfir strikið. Slík útgjöld setja stjórnmálamenn óhjákvæmilega í vörn gagnvart slíkum greiðum. Þeir eiga samt sjálfir að hafa þá dómgreind að sjá í gegnum það hvernig reynt er að hafa óeðlileg áhrif á þá með greiðasemi (eða mútum) af svona tagi. Það verður að vera hægt að treysta mönnum fyrir þessum hluta starfs þeirra. 

Haukur Nikulásson, 8.2.2007 kl. 08:08

5 identicon

Hann er frekar furðulegur þessi listi ykkar yfir hugmyndafræðinga Sjálfstæðisflokksins en að setja Gunnar í Krossinum inná á hann!

Það er skítapólitík.

Sufjan (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 14:42

6 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Fyrirgefðu Einar minn að ég skuli hafa klikkað á því að sjá svarið þitt á hionum staðnum, minn feill  En þakka þér kærlega svarið samt sem áður og eigum við svo ekki bara að vera vinir

Guðmundur H. Bragason, 8.2.2007 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband